Loading…
RVK FRINGE 2021 has ended
RVK FRINGE takes place 3-11 July 2021 in venues across Reykjavík.
Please buy your tickets in advance on tix.is as there are limited tickets for sale, and note that there is a one-time purchase of a festival wristband that should be presented when attending shows.

Finally we can Fringe together and enjoy live entertainment!
Saturday, July 10 • 20:00 - 21:00
Game On

Sign up or log in to save this to your schedule, view media, leave feedback and see who's attending!

- Note: In addition to this ticket, all festival guests must have a RVK Fringe wristband, which are always available for 1000 ISK online or at the door. The wristband is valid throughout the festival and offers various discounts. -

GAME ON is an interactive aerial silks performance that examines fantasy vs reality. Guide three characters as they navigate a virtual world full of battles, new adventures, and powerful beings. In their quest for a new identity and a sense of purpose their physical and virtual worlds become intrinsically intertwined. As they explore new facets of their beings the characters grow increasingly disconnected from the physical world, fragmented across planes of existence.
Similarly to a video game, the audience members will be invited to co-create the universe of the performance, thus influencing the characters’ destiny. With the audience as their guide, will the three characters find their way back to reality or will they get lost in their own virtual world forever?

This aerial dance spectacle displays humor, grace and beauty. Performers will climb, dance and fall through the air on fabric curtains. The movement, lighting and music will explore all dimensions of space, horizontally and vertically, experimenting with archetypal figures, meanings and expectations.

Kria Aerial Arts was founded in 2020 debuting their first performance piece “Rebirth” in the 2020 Reykjavik Fringe Festival. The company has since grown into a collaboration between aerialists, composer and lighting design. The group is excited to push boundaries by creating interactive live theater.

Aerialists: Alice Demurtas, Astridur Olafsdottir, Lauren Charnow
Composer: Adam Switala
Lighting Design: Arnar Ingvarsson
Costumer: Harpa Einarsdottir
Stage Manager: Angie Diamantopoulou

Entrance: 2500kr

--ÍSLENSKA--

- ATH: Auk þessa miða þurfa gestir að vera með RVK Fringe armband sem fáanleg eru á 1000kr. á netinu eða við hurðina. Armbandið gildir alla hátíðina og veitir ýmsa afslætti. -

GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning þar sem mörkin milli veruleikans og fantasíu eru könnuð. Áhorfendur taka þátt í að stýra sögupersónunum á ferð þeirra um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttur, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur. Þær kljást við eigin sjálfsmynd í leit að æðri tilgangi og við það fara raunveruleikinn og sýndarveruleikinn að renna saman í eitt. Eftir því sem þær uppgötva nýjan flöt á eigin tilveru missa þær smám saman tenginguna við raunheiminn og sundrast um óravíddir veruleikans.
Áhorfendur taka þátt í að móta þann heim sem sögupersónurnar ferðast um, ekki ósvipað því og að stýra tölvuleik. Þannig munu áhorfendur hafa bein áhrif á örlög persónanna. Mun þeim takast að rata aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?

Sýningin er hrífandi sjónarspil uppfullt af húmor, þokka og fegurð þar sem flytjendurnir klifra, dansa og svífa um loftin á silkislæðum. Flytjendur, hljóð og ljós munu hreyfast um rýmið allt, jafnt lóðrétt sem lárétt, ásamt því að prófa erkitýpur, meiningu og væntingar.
Kría Aerial Arts var stofnað árið 2020 og var þeirra fyrsta sýning, sem bar titilinn „Rebirth“, sýnd á Reykjavík Fringe Festival sama ár. Síðan þá hefur hópurinn vaxið og þróast og er nú samvinnuhópur loftfimleikafólks, tónskálds og ljósahönnuðar. Hópurinn hlakkar til að fara út fyrir hið hefðbundna í sumar og bjóða áhorfendum upp á gagnvirka leikhússýningu.
Flytjendur: Alice Demurtas, Ástríður Ólafsdóttir, Lauren Charnow
Tónlist: Adam Switala
Lýsing: Arnar Ingvarsson
Búningar: Harpa Einarsdóttir
Sviðsstjóri: Angie Diamantopoulou

Miðaverð: 2500kr



Saturday July 10, 2021 20:00 - 21:00 UTC
Tjarnarbíó Theater